*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 2. maí 2018 12:43

Framleiðnin eykst hægar en áður

Á síðasta ári fjölgaði einstaklingum á vinnumarkaði um 4,8%, en frá árinu 2010 hefur fjölgunin numið ríflega fimmtungi.

Ritstjórn
Framleiðnin jókst um einungis 0,2% á síðasta ári sbr. við 2,3% meðalframleiðniaukningu árin á undan.
Haraldur Guðjónsson

Á síðasta ári voru í heildina 197.800 manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði, sem var 4,8% meira en árið áður. Fjölgun unninna stunda jókst svo um 3,4% á milli 2016 og 2017 að því Hagstofan hefur upp úr bráðabirgðatölum.

Framleiðni vinnuafls jókst þrátt fyrir þetta um 0,2% á milli áranna 2016 og 2017 að því er fram kemur í bráðabirgðatölum framleiðsluuppgjörs. Til samanburðar mældist árlegur vöxtur í framleiðni vinnuafls 2,3% að meðaltali á árabilinu 2014-2016 en frá árinu 2008 hefur framleiðni vinnuafls aukist um 13,4%.

Mikil breyting hefur orðið í einstökum atvinnugreinum á þessu tímabili, en milli áranna 2016 og 2017 mældist vöxtur framleiðni mestur í landbúnaði og fiskveiðum og í fjármála- og vátryggingarstarfsemi.