Framsóknarflokkurinn hélt 32. flokksþing sitt í Gullhömrum um síðustu helgi. Á þinginu var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson endurkjörinn formaður flokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson kjörinn nýr varaformaður.

Þegar Sigmundur Davíð sleit þinginu sagði hann að von væri á því að ráðist yrði á flokkinn úr öllum áttum og það ekki alltaf á málefnalegan hátt. Eins og gefur að skilja fögnuðu Framsóknarmenn endalokum Icesave-málsins, enda eini stjórnmálaflokkurinn sem stóð allan tímann gegn því að ábyrgð vegna Icesave-reikninga yrði varpað á almenning.

Ungir framsóknarmenn buðu um kvöldið upp á drykki á barnum en þar mátti meðal annars finna drykkina „Ískalt hagsmunamat“ og „Cuba Libre“ en þau nöfn vísa til frægra ummæla Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Gylfa Magnússonar, þáv. ráðherra, í aðdraganda Icesave-kosninganna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á flokksþingi flokksins í febrúar 2013.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á flokksþingi flokksins í febrúar 2013.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður flokksins með 97,6% atkvæða.

Guðni Ágústsson, fv. formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, á flokksþingi Framsóknarflokksins í febrúar 2013.
Guðni Ágústsson, fv. formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, á flokksþingi Framsóknarflokksins í febrúar 2013.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Guðni Ágústsson, fv. formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, lét sig ekki vanta á flokksþingið. Þarna voru fyrrum ráðherrarnir Valgerður Sverrisdóttir, sem einnig er fv. formaður, Jón Kristjánsson og Páll Pétursson.

Frosti Sigurjónsson og Gunnar Bragi Sveinsson greiða atkvæði í formannskjöri á flokksþingi Framsóknarflokksins í febrúar 2013.
Frosti Sigurjónsson og Gunnar Bragi Sveinsson greiða atkvæði í formannskjöri á flokksþingi Framsóknarflokksins í febrúar 2013.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Frosti Sigurjónsson og Gunnar Bragi Sveinsson greiða atkvæði í formannskjöri. Nýjustu kannanir benda til þess að Frosti verði þingmaður í vor en hann er nú stjórnarformaður Dohop.