Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, hefur frestað næstu vaxtaákvörðun sinni um viku vegna andláts Elísabetar Bretadóttur í gær. Til stóð að bankinn myndi tilkynna um næstu vaxtaákvörðun á fimmtudaginn næsta, 15. september, en hún verður nú tilkynnt þann 22. september. BBC greinir frá.

Hagfræðingar hafa spáð því að bankinn hækka vexti um 0,5 prósent, úr 1,75% í 2,25%. Raungerist það þá munu stýrivextir bankans ná sínu hæsta stigi frá desember 2008. Verðbólga í Bretlandi mældist 10,1% í júlí og hefur ekki verið meiri í fjóra áratugi.

Sjá eining: Spá 22,4% verðbólgu í Bretlandi á næsta ári

Englandsbanki hefur þegar hækkað vexti um 1,5 prósentur í ár. Vextir bankans voru síðast hækkaðir um hálfa prósentu í síðasta mánuði, sem var þá sjötta vaxtahækkun bankans í röð.