Evrópusamtök frjálslyndra háskólanema, European Students for Liberty, halda svæðisráðstefnu í Reykjavík laugardaginn 8.október. Ráðstefnan fer fram í Háskóla Reykjavíkur og hefst klukkan 11:00.

Ráðstefnan hefur nú verið haldið þrjú ár í röð, en þemað í ár eru frjálsir markaðir og frjálst fólk. Rætt verður um hlutverk ríkisvaldsins í lífum fólks og jafnvel hvort það sé yfirhöfuð þörf á ríkisvaldi.

Framsögumenn ráðstefnunnar eru þaulvanir ræðumenn og þekkt nöfn meðal frjálslyndra. Mikil eftirvænting er eftir David Friedman, sem er einmitt sonur Milton Friedman.

Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi:

11:00 - 11:30 - Skráning
11:30 - 11:45 - Eyð Áradóttir Hammer, formaður European Students for Liberty setur ráðstefnuna
11:45 - 12:30 - Nigel Ashford: „What Kind of Libertarian Am I?

12:30 - 12:45 - Stutt hlé
12:45 - 13:30 - Barbara Kolm: „The European Union: A Classical Liberal View."
13:30 - 14:00 - Matarhlé - boðið verður upp á mat.

14:00 - 14:45 - David Friedman: „The Case Against Government."
14:45 - 15:00 - Stutt hlé
15:00 - 15:45 - Tom G. Palmer: „The Case for Liberty."

18:30 - 21:00 - Móttaka hjá GAMMA á Garðastræti 37. Standandi veitingar verða í boði ásamt drykkjum. Allir ráðstefnugestir velkomnir.

Skráning fer fram á heimasíðu samtakanna og er skráningagjald 1.000 krónur sem greitt er við komu.