Af þeim fyrirtækjum sem eru í eign bankanna og eru með frest frá Fjármálaeftirlitinu eru 10 á samkeppnismarkaði. Þetta segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnhags- og viðskiptanefndar. Nefndin fékk afhent bréf frá Félagi atvinnurekenda í síðustu viku þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við eignarhaldi fjármálafyrirtækja í óskyldum rekstri.

Frosti tekur undir þessar tillögur en telur það hinsvegar óæskilegt að nöfn þeirra fyrirtækja sem biðji um aukinn frest verði birt.