*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 16. ágúst 2018 21:39

Fullvissar starfsfólk um fjármögnun

Skúli Mogensen segir starfsfólki WOW air að fjármögnun flugfélagsins verði lokið á næstu vikum.

Ritstjórn
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air.
Haraldur Guðjónsson

Skúli Mogensen, forstjóri og eiganadi WOW air býst við því að fjármögnun flugfélagsins verði lokið á næstu vikum í tölvupósti sem hann sendi á alla starfsmenn flugfélagsins í gær. Í póstinum sem skrifaður er á ensku og Viðskiptablaðið hefur undir höndum segir Skúli að eins og flestir starfsmenn vita hafi stjórnendur félagsins í töluverðan tíma verið að undirbúa stóra fjármögnunarumferð til að fjármagna frekari vöxt flugfélagsins.

Segist Skúli vera ánægður með hvernig ferlið gangi og að hann búist við því að fjármögnun félagsins verði lokið á næstu vikum. Það verði frábærar fréttir fyrir alla starfsmenn.

Í póstinum segir orðrétt:

„Dear friends

As most of you already know we have been preparing for some time a significant round of financing to continue to grow WOW. I am very pleased with the progress and expect us to finalize the financing in the coming weeks. That will be great news for all of us. Thank you."

Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um fjárhagsstöðu WOW air og áætlaða skuldabréfaútgáfu félagsins í dag. Brot af þeirri umfjöllun má lesa hér.

Stikkorð: Skúli Mogensen WOW air