*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 2. janúar 2018 14:29

Funda með mögulegum kaupendum

Stjórn United Silicon hyggst funda með mögulegum kaupendum nú í byrjun árs en átta fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Stjórn United Silicon fundar að öllum líkindum með mögulegum kaupendum kísilverksmiðjunnar nú í byrjun árs að því er RÚV greinir frá. Átta fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að kaupa verksmiðjuna sem fékk greiðslustöðvun sína framlengda til 22. janúar.

Líkt og grein hefur verið frá var verksmiðjan gangsett 13. nóvember 2016 en kvartanir um mikla mengun fóru fljótlega að berast frá íbúum Reykjanesbæjar og Umhverfisstofnun stöðvaði starfsemi hennar í byrjun september.

Stjórn United Silicon hefst líklega handa nú í byrjun árs við að ræða við áhugasama um kaup á verksmiðjunni. Framhaldið ræðst svo af útkomunni úr þeim viðræðum, að sögn Karenar Kjartansdóttur, talsmanns United Silicon. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort kröfuhafar eða nýir eigendur ráðist í framkvæmdirnar. „Best væri ef verksmiðjan kæmist í hendur nýrra eigenda en það hefur engin ákvörðun verið tekin enn,“ segir hún í samtali við RÚV. Arion banki er stærsti kröfuhafinn. Heildarskuldir United Silicon við bankann námu um átta milljörðum króna. Bankinn færði síðasta haust niður alla eign sína í verksmiðjunni sem var um milljarðs króna virði.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is