Eins og greint var frá í morgun hækkaði verðbólga um 0,3 prósentustig milli desember og janúar og mælist nú 9,9%. Í tilkynningu Hagstofunnar kom meðal annars fram að verð nýrra bíla hafi hækkað um 9,8% milli mánaða.

Egill Jóhannsson, forstjóri bílaumboðsins Brimborgar, segir verðhækkunina hafa verið fyrirséða. Verðhækkun nýrra bíla skýrist fyrst og fremst af hækkun á verði rafbíla. Hækkun stjórnvalda á vörugjaldi á rafbíla, auk lækkunnar ívilnunar, sé helsta ástæða hærra rafbílaverðs. Hann sjálfur og Bílgreinasambandið hafi meðal annars reynt að vara stjórnvöld við, án árangurs. „Verð rafbíla hefur hækkað vegna íhlutaskorts á heimsvísu og gengislækkunar krónunnar. Auk þess hækkuðu stjórnvöld vörugjald á rafbíla við innflutning til viðbótar við lækkun ívilnunar um áramót.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði