Bílaumboðið Brimborg afhenti á liðnu ári um 2.500 nýja bíla og hefur salan aldrei verið jafn góð, segir í fréttatilkynningu. Hins vegar reiknar félagið með að sala nýrra bíla hér á landi dragast saman um 26% á þessu ári.
Samkvæmt spá fyrirtækisins munu 14.697 nýir bílar seljast á árinu og verður því bið á að met ársins 2005 verði slegið.

Í Brimborgar segir að mikill stígandi hefur verið í sölu Brimborgar undanfarin ár en sem dæmi má nefna árið 2005 seldust hjá fyrirtækinu 2.360 bílar. Árið 2004 seldi Brimborg 1.700 bíla.. Hvað notaða bíla varðar seldust 2100 slíkir 2006, 1.780 slíkir árið 2005 og 1.425 árið 2004.

Þar kemur einnig fram að árið sem leið er það næsta besta í bílasölu frá upphafi hér á landi en alls seldust 19.851 nýir bílar á árinu. Aðeins árið 2005 státaði af betri sölu en þá seldust 20.578 nýir bílar. Athygli vekur að þriðja besta árið frá upphafi í bílasölu er árið 1987 en þá seldust 18.081 nýr bíll.

Samkvæmt spá fyrirtækisins munu 14.697 nýir bílar seljast á árinu og verður því bið á að met ársins 2005 verði slegið.