Facebook er 10 ára, en  félagsmiðillinn er líka fjölmiðill. Margir setja þar inn slóðir að fréttum, flestir fjölmiðlar stunda fréttamiðlun á Facebook og svo eru ýmis fyrirtæki og félagasamtök sem segja má að haldi úti eigin fjölmiðli á Facebook.

Á sama tíma hafa hefðbundir fjölmiðlar margir átt undirhögg að sækja. Að ofan er stuðst við nýja rannsókn Pew Research á Facebookfréttalestri Bandaríkjamanna, en um 47% Facebook-notenda, 30% heildarinnar, finna fréttir þar. Í flestum tilvikum gerist það þó án þess að þeir séu að leita frétta sérstaklega (t.d. vegna ábendinga vina) og ánægjan með upplifunina er bara svona og svona.

Eins er forvitnilegt að sjá hvaða fréttaflokkar eru mest lesnir af Facebook, einkum hvað nærfréttir eru þar ofarlega á blaði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .