*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 9. maí 2018 10:55

Gengi Eimskips nær lágmarki

Gengi hlutabréfa í Eimskip náðu í gær sögulegu lágmarki sínu. Hlutabréfaverð félagsins hefur lækkað um tæp 18% frá áramótum.

Ritstjórn
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.
Haraldur Guðjónsson

Gengi hlutabréfa í flutningafyrirtækinu Eimskipafélag Íslands náði í gær sögulegu lágmarki sínu eftir að félagið var skráð á nýjan leik í Kauphöllina árið 2012. Stóð hlutabréfaverð fyrirtækisins í 206 krónum á hlut við lokun markaða í gær, en síðast náði félagið því lágmarki 4. júní 2015.

Eimskip lækkaði nýverið afkomuspá sína fyrir árið, en félagið gerði það einnig í janúar síðastliðinn fyrir afkomu ársins 2017. Félagið hefur pompað niður nokkrum sinnum á undanförnu ári vegna slakrar afkomu. 

Frá því að hlutabréfaverð Eimskips náði hámarki í nóvember 2016 hefur það lækkað um rúmlega 39%, en árið 2016 var metár í rekstri félagsins. Frá áramótum hefur hlutabréfaverðið lækkað um 17,8%.

Stikkorð: Eimskip hlutabréf afkoma