Gengi hlutabréfa HB Granda hafa fallið um 3,83% í 133 milljóna króna viðskiptum það sem af er morgni, en fyrr í dag birti HB Grandi tilkynningu þess efnis að rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratug og mun HB Grandi því draga verulega úr eða hætta kaupum botnsfisks á fiskimarkaði.

Einnig kemur fram að útlit sé fyrir tapi af landvinnslu botnfisks og að félagið sé í kjölfarið að bregðast við þeirri þróun.