Keppinautar Apple á stækkandi markaði spjaldtölva geta enn sem komið er ekki boðið jafn hagstætt verð og Apple býður. Nýjasta gerðin af iPad-spjaldtölvu Apple var kynnt nýlega og kostar ódýrasta tegundin 499 dollara.

Í New York Times segir að spjaldtölvur keppinauta, til dæmis Motorola og Samsung, verði dýrari. Tölvur þeirra hafa fengið góðar viðtökur en ljóst þykir að þær verða dýrari. Verð hefur ekki enn verið tilkynnt.

Markaður spjaldtölva fer ört vaxandi og talið að heildarvirði hans gæti numið allt að 35 milljörðum dala á árinu 2012. Fleiri framleiðendur vinna nú að því að koma sínum spjaldtölvum á markað. Má þar nefna TouchPad frá Hewlett-Packard, Flyer frá HTC og G-Slate frá BlackBerry.