Ólympíuleikvangurinn í London
Ólympíuleikvangurinn í London
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Um 750 þúsund miðar eru þegar seldir á viðburði á Ólympíuleikana í London árið 2012. Frá þessu var greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC sl. mánudag. Miðasalan hefur gengið mun betur en áætlanir gerðu ráð fyrir, að sögn Chris Townsend sem hefur yfirumsjón með markaðssetningu Ólympíuleikanna. Miðarnir hafa flestir verið seldir í gegnum ferðaskrifstofur og aðra umboðsaðila miðasölu á alþjóðavettvangi. Þegar er uppselt á marga einstaka viðburði, s.s. leiki bandaríska landsliðsins í körfubolta.