Fjárfestingarfélagið Grettir hefur minnkað hlut sinn í Straumi-Burðarási í 9,98% úr 15,87%, samkvæmt flöggun til Kauphallarinnar, en það er fjárfestingafélagið Sund sem kaupir.

Um er að ræða 610.000.000 hluti. Gengi viðskiptanna kemur ekki fram í flöguninni en gengi fjárfestingarbankans var 17,4 krónur við lok markaðar í dag og má því ætla að verðmæti viðskiptanna sé um 10,6 milljarðar króna.

Eftir viðskiptin á Fjárfestingafélagið Grettir 1.033.660.000 hluti í Straumi-Burðarási.

Eigendur Fjárfestingarfélagsins Grettis eru Sund ehf (49,05%), Landsbanka Íslands hf. (35,39%) og Opera fjárfestingar ehf (15,55%).