Grikkir hafa skipað opinberum stofunum sínum að leggja framm reiðufé til að mæta greiðslu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Landið er að verða uppiskroppa með peninga og þarf að endurgreiða AGS nærri milljarð evra í maí.

Málamiðlarar eru að reyna að komast að samkomulagi fyrir fund fjármálaráðherra ESB landa á föstudaginn. En forsvarsmenn ESB hafa vaxandi áhyggjur af því að Grikkland muni ekki greiða skuldir sínar og muni yfirgefa evrusvæðið.

Talið er að Grikkir þurfi að safna þremur milljörðum evra í ríkissjóð innan 15 daga til að endurgreiða skuldir og greiða opinber laun.