Jón Þorsteinn Jónsson, fjárfestir og fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, var á dögunum dæmdur í Hæstarétti til refsingar sem kom mörgum á óvart fyrir það hve þung hún var. Þá hlýtur það að hafa komið óþægilega við marga þátttakendur í íslensku viðskiptalífi að maður, sem hefur verið jafn virkur í athafnalífinu og Jón Þorsteinn um jafn langan tíma, skyldi dæmdur til svo harðrar refsingar.

Jón tilheyrir hinni svokölluðu Nóatúnsfjölskyldu, en það eru börn Jóns Júlíussonar kaupmanns, sem stofnaði Nóatúnsverslanirnar á sjöunda áratug síðustu aldar. Árið 2000 keypti Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn allt hlutafé í Kaupási, en þá var eignarhlutur Nóatúnsfjölskyldunnar um 65% í fyrirtækinu.

Fyrir sinn hlut fékk hún um 2,3 milljarða króna og var það grunnurinn að viðskiptaveldi hennar og Jóns Þorsteins sjálfs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.