*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 4. ágúst 2017 10:20

Hafa ekki tekið tillit til Costco

Framkvæmdastjóri SVÞ spyr hvernig Samkeppniseftirlitið muni bregðast við sterkri stöðu Costco og H&M á markaði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir afskaplega bagalegt að smásöluvísitala Rannsóknarseturs verslunarinnar sé að falla niður.

„Það verður til dæmis mjög slæmt að sjá ekki hver hlutdeild H&M verður á markaðnum þegar fyrsta verslunin verður opnuð í Smáralind í lok ágúst,“ segir Andrés í samtali við Morgunblaðið.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í gær hafa Hagar ákveðið að vera ekki lengur með í vísitölunni og er því grundvöllur vísitölunnar þar með brostinn. Andrés segir deginum ljósara að verslun á Íslandi sé að breytast með aukinni netverslun sem hafi tekið stökk.

„Það er óumdeilt að ríflega 50% af fatainnkaupum eru farin úr landi, með beinum eða óbeinum hætti,“ segir Andrés sem segir mikilvægt að Samkeppniseftirlitið afli sér upplýsinga um breytta stöðu á markaðnum með tilkomu Costco og H&M.

„Ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins varðandi Haga og Lyfju er upptaktur að öðrum ákvörðunum eftirlitsins á næstu mánuðum er eftirlitið ekki búið að taka inn í dæmið markaðshlutdeild þessara stóru nýju aðila á markaðnum.

Það er nauðsynlegt að eftirlitið skoði sem allra fyrst hvaða hlutdeild hann hefur á einstökum mörkuðum. Það er að mínu mati óhjákvæmilegt. Hvenær mun Costco ná tiltekinni stöðu á tilteknum markaði og hvernig mun Samkeppniseftirlitið bregðast við því?“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is