Sádi-Arabar telja OPEC ekki þurfa að grípa til frekari ráðstafana til þess að stilla olíuverð af, þrátt fyrir hálfgerð loforð þess efnis fyrr á þessu ári.

Kalid Al-Falih, orkumálaráðherra Sáda, telur að olíuþorsti muni rísa árið 2017 og að heimsmarkaðsverð muni því stilla sig af með tímanum. Samkvæmt fréttaveitu Bloomberg, vísaði hann sérstaklega í mögulega eftirspurn Bandaríkjamanna, en álykta má að hann hafi mikla trú á Trump.

Ráðherrann nefndi tilvonandi forseta Bandaríkjanna ekki með nafni, en orð hans gefa það í skyn að Sádi-arabía telji Trump geta örvað hagkerfið með skattalækkunum og innviðauppbyggingu.