*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Innlent 9. ágúst 2019 18:22

Hafna tillögu um bónusabann hjá Arion

Gunnar Sturluson og Paul Richard Horner koma inn í stjórn Arion. Tillaga hluthafa um að hætta bónusgreiðslum var hafnað.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tillaga Rúnars Einarssonar, hluthafa í Arion banka, um að afnema kaupaukakerfi bankans og bjóða upp hæst launuðu störf bankans var hafnað á hluthafafundi bankans fyrr í dag. Þá voru þeir Gunnar Sturluson og Paul Richard Horner kosnir í stjórn Arion banka en tilnefningarnefnd bankans hafði lagt til kjör þeirra.

Rúnar lagði til að bónusar sem ekki næðu til allra starfsmanna og væru að óverulegri fjárhæð yrðu bannaðir. Þá vildi hann láta auglýsa að allar stöður sem greiði yfir milljón króna laun á mánuði og fá umsækjendur til að setja fram launakröfur með umsóknum. Hæfnisnefnd fari svo yfir umsóknir og ráði þá sem uppfylli allar kröfur starfsins en fari fram á lægstu launin.

Arion banki birti uppgjör í gær þar sem fram kom að hagnaður bankans hafi numið 2,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi, sem sé milljarði meira en fyrir ári. Í uppgjörinu kom einnig fram að starfslokagreiðslur til Höskuldar H. Ólafssonar, fyrrverandi bankastjóra Arion banka, hafi numið 150 milljónum króna.