Verslanir í Holtagörðum og Smáralind þyrftu að vera minni og því er stefnt að því að gera verslanirnar hagkvæmari. Þetta sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, á uppgjörsfundi félagsins. Félagið fékk afhent í síðustu viku nýtt húsnæði í Skútuvogi 5 og mun halda áfram að skoða nýjar staðsetningar fyrir verslanir.

VB Sjónvarp ræddi við Finn Árnason, forstjóra Haga, eftir uppgjörsfund félagsins í morgun.