*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 27. júlí 2018 08:15

Hagnaður Amazon tvöfaldur á við spár

Amazon hagnaðist um 5 dollara á hlut á síðasta ársfjórðungi, tvöfalt það sem greiningaraðilar höfðu spáð.

Ritstjórn
Jeff Bezos, forstjóri og stofnandi Amazon.
epa

Hagnaður Amazon á öðrum ársfjórðungi var vel yfir væntingum greiningaraðila þökk sé skýjaþjónustu fyrirtækisins og yfirburða netverslunar þess, og fór í fyrsta sinn í sögu félagsins yfir 2 milljarða dollara, en í fyrra fór hagnaður þess í fyrsta skipti yfir 1 milljarð dollara. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í gær og Financial Times segir frá.

Hagnaður á hlut var rúmir 5 dollarar, sem er yfir tíföldun þeirra 40 senta á hlut sem félagið hagnaðist um á sama fjórðungi í fyrra, og tvöfalt það sem greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir.

Tekjur jukust um 40 prósent í tæpa 53 milljarða dollara, sem var ögn lægra en greinendur höfðu spáð, og skýrist af hægari alþjóðlegum vexti en spár gerðu ráð fyrir.

Hlutabréf félagsins hækkuðu um 4% í kjölfarið, eftir 3% lækkun fyrr um daginn.

Niðurstöðurnar eru góðar fréttir fyrir tæknigeirann, aðeins degi eftir að hlutabréf í Facebook féllu um allt að fjórðung.

Stikkorð: Amazon
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is