Rekstrarhagnaður Bakkavarar nam á fyrri hluta ársins, þ.e. hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði (EBITDA) nam um 55 milljónum Sterlingspunda og jókst um 5% á milli ára.

Þetta kemur fram á vef Bakkavarar.

Tekjur félagsins drógust saman um  2% á milli ára á fyrri helmingi ársins og námu 846,4 milljónum punda. Þar munar nokkrum um minnkandi starfsemi en samkvæmt uppgjörstilkynningu frá Bakkavör seldi félagið hluta af starfsemi sinni í Frakklandi og Bretlandi. Tekjur af sambærilegum rekstri jókst um 3% á milli ára samkvæmt tilkynningunni. Langstærsti hluti teknanna koma frá Bretlandi eða um 700 milljónir punda.