Hanna Birna Kristjánsdóttir var rétt í þessu kjörinn borgarstjóri Reykjavíkur með átta greiddum atkvæðum.

Minnihlutinn í borgarstjórn sat hjá við atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi sem nú stendur yfir.

Hanna Birna sagði í ræðu sinni að nú hefði verið myndaður eini mögulegi starfhæfi meirihlutinn.

Hún sagði að borgarstjórn Reykjavíkur væri rúin trausti og hún sem oddviti síns flokks myndi axla þá ábyrgð. Hanna Birna sagði að borgarstjórn þyrfti að ávinna sér traust á ný og til þessi þyrftu allir að taka höndum saman.

Hanna Birna sagði í ræðu sinni að ekki væri hægt að gefa loforð sem ekki væri hægt að standa við.

„Því vil ég biðja borgarbúa að gefa okkur tíma,“ sagði Hanna Birna.