Hlutabréf í HB Granda lækkuðu um 4,2% í viðskiptum dagsins í kauphöllinni. Viðskipti með bréfin námu tæpum 295 milljónum króna. Bréf í fyrirtækinu lækkuðu um 3,77% í gær.

Dagurinn var almennt rauður á hlutabréfamarkaði. Bréf í Tryggingamiðstöðinni lækkuðu um 2,03% og í Eimskipafélaginu um 1,88%.

Mest viðskipti voru með bréf í Marel, fyrir 373,5 milljónir króna. Engin breyting varð á gengi bréfanna. Eina fyrirtækið sem hækkaði í viðskiptum dagsins var Össur, sem hækkaði um 0,86%

Heildarvelta í kauphöllinni var 6,35 milljarðar króna í viðskiptum dagsins. 5 milljarða velta var skuldabréf en velta með hlutabréf 1,35 milljörðum króna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,34% og stóð í 1.399,50 stigum við lok dagsins.