Búist er við að heildarfjárfesting vaxi um 10% sé horft framhjá fjárfestingum í skipum og flugvélum á síðasta ári. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir þetta vera ágætis vöxt.

Þetta kom fram á stýrivaxtafundi Seðlabankans í morgun þar sem Peningamál voru kynnt. Ef ekki er horft framhjá fjárfestingum í skipum og flugvélum á síðasta ári dragast heildarfjárfestingar saman um 4,1% á þessu ári.