Heildarhagnaður íslensku bankanna, sem skráðir eru í Kauphöllinni nam alls 120,1 milljarði króna eftir skatta á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um 71 milljarð, samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins.

Árið 2004 nam samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Kaupþings banka, Landsbanka og Straums-Burðaráss 49 milljörðum króna. Þetta þýðir að í heild hafa bankarnir hagnast um 169 milljarða eftir skatta á síðustu tveimur árum.

Hagnaður í milljörðum:

Íslandsbanki 19,1
Kaupþing banki 49,3
Landsbanki 25,0
Straumur-Burðarás 26,7