Seint verður dregið úr mikilvægi hinnar pólitísku víddar þegar kemur að gjaldeyrismörkuðum. Gengi gjaldmiðla ræðst ekki síður af pólitískum þáttum en efnahagslegum. Vert er að halda þessu til haga nú þegar heimsmarkaðsverð á gulli er í sögulegum hæðum og gengi Bandaríkjadals hríðfellur gagnvart helstu gjaldmiðlum heims.

Bandaríkjadalur hefur gegnt hlutverki akkeris alþjóðahagkerfisins frá og með lokum seinni heimsstyrjaldar og því hefur gengisþróun hans djúpstæð áhrif á framgang mála.  Flestir sérfræðingar eru sammála um að lækkun á gengi Bandaríkjadals hafi verið nauðsynlegt til að leiðrétta hið hnattræna ójafnvægi sem ríkt hefur í alþjóðahagkerfinu: Það ójafnvægi hefur meðal annars endurspeglast í miklum viðskiptahalla í Bandaríkjunum og á sama tíma feykilega hagstæðum viðskiptajöfnuði Asíuríkja á borð við Kína gagnvart Bandaríkjunum.

Lesið um heim hagfræðinnar í helgarblað Viðskiptablaðsins.