Á öðrum ársfjórðungi 2006 hægðist á hagvexti í OECD ríkjunum samhliða minnkandi þenslu í Bandaríkjunum og Japan, segir í frétt Dow Jones.

Sameinuð verg landsframleiðsla ríkjanna þrjátíu hækkaði um 0,7% frá fyrri ársfjórðungi, en á sama tíma í fyrra hækkaði hún um 3,1%.

Í Bandaríkjunum hægðist á hagvexti úr 1,4% í 0,6% og er talið að það sé meginþáttur í niðurstöðum OECD ríkjanna, ásamt svipaðri þróun í Japan, segir í fréttinni.