Dr. Hjörtur Bragi Sverrisson, framkvæmdastjóri mannréttindadeildar Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Kósóvó, hefur verið skipaður formaður kærunefndar útlendingamála.

Þetta kemur fram á vef innanríkisráðuneytisins. Kærunefnd útlendingamála tekur til starfa um áramót í samræmi við breytingar á lögum um útlendinga. Hún verður auk Hjartar Braga skipuð þremur fulltrúum, og starfsmönnum.

Hjörtur Bragi er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann er með meistarapróf í alþjóðalögum frá háskólanum í Miami, doktorspróf í alþjóðalögum og stjórnmálum frá sama skóla og diplómapróf í þróunarmálum og átökum frá opna háskólanum Milton Keynes í Bretlandi. Hann starfði hjá ríkisskattstjóra og sem lögmaður áður en hann hóf störf hjá ÖSE árið 2001. Frá 2004 til 2011 var hann yfirlögfræðingur þróunarsjóðs EFTA, en hefur síðan þá starfað sem framkvæmdastjóri mannréttindadeildar ÖSE í Kósóvó frá árinu 2012.