Hlutabréfaverð birgja flugvélaframleiðandans Boeing tók dýfu í dag í kjölfar þess að greint var frá því að framleiðslu á gallagripnum Boeing 737 Max yrði hætt tímabundið . Margir birgjarnir eru mjög háðir framleiðslu Boeing. BBC greinir frá þessu.

Hlutabréfaverð í Senior féll um 9%, en Boeing er einn allra stærsti viðskiptavinur félagsins. Þá lækkaði gengi hlutabréfa birgjanna Meggitt og Melrose um rúmlega 1% í kjölfar fréttanna.

Kyrrsetning Boeing 737 Max vélanna frá því í mars á síðasta ári hefur nú varað í 9 mánuði, sem er mun lengur en stjórnendur Boeing fyrirtækisins bjuggust við í upphafi.