Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech hefur lækkað um 20% frá því það náði sínu hæsta gildi fyrir mánuði síðan 26. febrúar.

Stóð gengi fé­lagsins þá í 2.450 krónum og hafði aldrei verið hærra en gengið hefur lækkað um 5% í við­skiptum dagsins og stendur nú í 1.950 krónum þegar þetta er skrifað.

Gengi líf­tækni­lyfja­fram­leiðandans hækkaði tölu­vert í byrjun árs eftir að út­tekt Lyfja- og mat­væla­eftir­lits Banda­ríkjanna (FDA) á fram­leiðslu­að­stöðu fé­lagsins á Ís­landi greiddi leið fyrir markaðs­leyfi á hlið­stæðu Al­vot­ech fyrir lyfið Humira og Stelara.

Þann 26. febrúar, þegar gengið fór í sitt hæsta gildi, gekk Al­vot­ech að til­boði frá hópi fag­fjár­festa í al­mennra hluta­bréfa í fé­laginu að verð­mæti um 22,8 milljarðar króna á genginu 2.250 krónur á hlut.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech hefur hækkað um 24% það sem af er ári en gengið hóf árið í 1.565 krónum.