Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkaði um 0,3% í dag og stendur við lok markaða í 4.296 stigum samkvæmt markaðsvakt Mentis.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga en aðeins tvö félög, Föroya banki [ FO-BANK ] og Kaupþing [ KAUP ] hækkuðu í dag. Kaupþing hafði fljótlega eftir opnun í morgun lækkað um 1,2%.

Úrvalsvísitalan tók að lækka strax við opnun markaða í morgun og lækkaði um 1,3% þegar mest var. Hins vegar tók hún við sér eftir hádegi en hafði engu að síður lækkað um 0,3% við lok markaða eins og fyrr segir.

Velta með hlutabréf var um 2,5 milljarðar. Þar af voru um 620 milljónir með bréf í Kaupþing, 600 milljónir með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] og aðrar 600 milljónir með bréf í Glitni [ GLB ]. Þá voru viðskipti með bréf í Exista [ EXISTA ] um 230 milljónir en töluvert minna í öðrum félögum.

Krónan hefur það sem af er degi styrkst um 1,3% eftir að hafa veikst í morgunsárið. Gjaldeyrismarkaðir eru þó enn opnir.