Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,63% og er 6.418 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 3.854 milljónum króna.

Stærstu einstöku viðskiptin námu um 810 milljónum króna með bréf Össurar og fóru þau fram á genginu 124 krónur á hlut. Við lok markaðar er gengi Össurar 124.

Næststærstu einstöku viðskiptin námu 800 milljónum króna með bréf Actavis Group og fóru fram á genginu 69,6. Einnig fóru fram viðskipti með bréf félagsins fyrir um 483 milljónir króna á genginu 69 en það var lokagengi félagsins í dag.

Þriðju stærstu viðskiptin námu 513 milljónum króna með bréf Mosaic Fashions og fóru fram á genginu 17,1 krónur á hlut, sem er lokagengi félagsins.

Ekki hefur borist tilkynning til Kauphallarinnar um ofangreinda viðskipti.

Landsbankinn hækkaði um 1,52%, Kaupþing banki hækkaði um 1,49%, FL Group hækkaði um 1,33%, Glitnir hækkaði um 0,97%, Atlantic Petroleum hækkaði um 0,7%.

Straumur-Burðarás lækkaði um 1,16%, Actavis Group lækkaði um 1,15%, Avion Group lækkaði um 0,65%, Mosaic Fashions lækkaði um 0,58% og Dagsbrún lækkaði um 0,2%.

Gengi krónu veiktist um 0,63% og er 119,6 stig við lok markaðar.