Icelandic Water Holdings, sem selur Icelandic Clacial vatnið, hefur tryggt sér aukið hlutafé sem nemur 8 milljónum dala, jafnvirði tæplega 900 milljóna króna. Félagið er í eigu þeirra Jóns Ólafssonar og Kristjáns Ólafssonar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Beverage Industry. Segir að félagið hyggi á frekari landvinninga.

Þar kemur fram að sala hafi aukist í Bandaríkjunum eftir að samkomulag náðist um sölu við ýmis fyrirtæki, meðal annars Hilton Group Hótel, OTG Management og USA ski resort.

Frétt Beverage Industry .