Björn Blöndal verður í fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í borgarstjórnarkosningunum í vor. Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar, verður í öðru sæti og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona í þriðja sæti. Listinn var gerður opinber í dag.

Ljóst er listi Bjartrar framtíðar verður mjög frábrugðin lista Besta flokksins fyrir fjórum árum. Jón Gnarr verður fjarri góðu gamni en auk þess eru Einar Örn Benediktsson og Karl Sigurðsson í sætum sem munu ekki gefa kost á stól í borgarstjórn.

1.     Björn Blöndal – aðstoðarmaður borgarstjóra og tónlistarmaður.
2.     Elsa Yeoman – forseti borgarstjórnar og húsgagnasmiður.
3.     Ilmur Kristjánsdóttir – leikkona.
4.     Eva Einarsdóttir – borgarfulltrúi.
5.     Ragnar Hansson – leikstjóri.
6.     Magnea Guðmundsdóttir – arkitekt.
7.     Kristján Freyr Halldórsson – bóksali og tónlistarmaður.
8.     Margrét Kristín Blöndal – varaborgarfulltrúi og tónlistarmaður.
9.     Heiðar Ingi Svansson – bókaútgefandi.
10. Diljá Ámundadóttir – varaborgarfulltrúi.
11. Barði Jóhannsson – tónlistarmaður
12. Guðlaug Elísabet Finnsdóttir – kennari.
13. Páll Hjaltason – bogarfulltrúi og arkitekt.
14. Hjördís Sjafnar – framkvæmdarstjóri.
15. Einar Örn Benediktsson – borgarfulltrúi og tónlistarmaður.
16. Karl Sigurðsson – borgarfulltrúi og tónlistarmaður.