Húsgagnaverslunin ILVA U.K. í Bretlandi er nú komin í gjaldþrotameðferð.

Jákup Jacobsen og Jákup Napoleon Purkhús, eigendur Rúmfatalagersins keyptu í fyrra ráðandi hlut í ILVA af Kaupþingi og fyrirhugað er að opna 7.000 fermetra ILVA verslun á Íslandi í haust.

Samkvæmt frétt Telegraph nam tap ILVA af að reyna að komast á breskan markað 75 milljónum punda.

Nú hefur félagið hins vegar dregið sig út af honum.