*

þriðjudagur, 22. september 2020
Erlent 25. ágúst 2020 11:45

Indland hyggst banna 5G kerfi Huawei

Kínverski tæknirisinn hefur verið meðal þriggja stærstu framleiðenda fjarskiptabúnaðar í Indlandi, sem er næst stærsti símamarkaður í heimi.

Ritstjórn

Indland hyggst draga smám saman úr hlut Huawei í 5G dreifikerfi sínu vegna deilna við kínversk stjórnvöld. Ákvörðunin þykir mikill skellur fyrir kínverska tæknirisann en um er að ræða annan stærsta símamarkað í heiminum. 

Stjórnvöld í Nýja Delí hafa þó ekki gefið út formlegt bann á Huawei eða kínverska fjarskiptafélagið ZTE. Hins segja háttsettir aðilar innan iðnaðarins og embættismenn að lykilráðuneyti hafa gefið skýrt til kynna að indversk fjarskiptafyrirtæki ættu forðast að nota kínverska tækni í framtíðar fjárfestingum, líkt og í 5G dreifikerfum. 

„Það er núna augljóst að ríkisstjórnin ætli ekki að leyfa kínverska tækni,“ hefur Fiancial Times eftir ónafngreindum stjórnanda fjarskiptafélags. „Þetta er í raun búið spil.“ Að hans sögn hefur fjarskiptadeild Samgönguráðuneytis Indlands nú þegar bannað 5G prófanir með kínverskum söluaðilum. 

Huawei hefur verið einn af þremur stærstu framleiðendum fjarskiptabúnaðar í Indlandi, sem er annar stærsti símamarkaður í heiminum með meira en 850 milljónir notendur. 

Bresk stjórnvöld tilkynntu í júlí um að 5G dreifkerfistækni Huawei verði bönnuð alfarið í áföngum næstu árin. 

Stikkorð: Indland Huawei