Embætti hérðassaksóknara hefur ákært þrjá einstaklinga fyrir innherjasvik vegna viðskiptum með afleiður tengdar hlutabréfaverði Icelandair að því er RÚV greinir frá . Samtals eru hagnaður af viðskiptunum talinn hafa numið yfir 50 milljónum króna.

Þremenningarnir eru taldir hafa þrívegis nýtt sér innherjaupplýsingar til að hagnast í kringum afkomutilkynningar hjá Icelandair. Fyrstu viðskiptin eru talin hafa átt sér stað í október og nóvember árið 2015, síðan í júli 2016 og að lokum í kringum afkomuviðvörun Icelandair í febrúar 2017.

RÚV segir einn þremenninganna hafa verið forstöðumann leiðakerfisstjórnunar flugfélagsins og hafi því haft stöðu fruminnherja. Hann var sendur í leyfi frá störfum þegar upp komst um málið á síðasta ári. Annar þeirra var nýverið dæmdur í fangelsi fyrir peningaþvætti og rekstur á spilavíti.

Í ákærunni kemur jafnframt fram að við húsleit hjá starfsmanni Icelandair hefðu fundist þrjár milljónir króna í reiðufé sem maðurinn er sagður hafa falið.