Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Á milli 160 til 170 skráðu sig í inntökupróf við lagadeild Háskóla Íslands. Prófið var þreytt í dag og mættu um 100 manns í prófið. Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeildina, sagði í samtali við fréttastofu 365 miðla á Bylgjunni í hádeginu, að aðsókn hafi verið mikil í lagadeild upp á síðkastið, á milli 2-300 manns skráð sig til náms en brottfall verið mikið. Hann benti á að þegar fækki í hópnum á fyrsta ári séu meiri möguleikar á að gæði kennslunnar batni.

Einkunn úr framhaldsskóla gildi 20% á inntökuprófinu í laganámið. Fram kom í fréttum Bylgjunnar, að Eyvindur vilji ekki segja til um úr hvaða skólum nemendur komi.