Íslandsbanki lauk í dag útboði á tveimur flokkum sértryggðra skuldabréfa. Báðir flokkarnir eru verðtryggðir. Bankinn bauð út nýjan skuldabréfaflokk, ISLA CBI 22, en í flokknum seldist fyrir 1.080 imilljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,00%.

Þá var flokkurinn ISLA CBI 26 stækkaður um 2.140 milljónir króna, á ávöxtunarkröfunni 3,05%. Heildarstærð flokksins er eftir útboðið 6,380 milljónir króna.

Í tilkynningu kemur fram að heildareftirspurn hafi nemið 5,9 milljörðum króna, sem þýðir að 55% tilboða var tekið. „Stefnt er á töku bréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 4. september næstkomandi. Viðskiptavakt fyrir alla flokka sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka er á vegum MP banka," segir í tilkynningu.

Frá því í desember 2011 hefur Íslandsbanki gefið út níu flokka sértryggðra skuldabréfa að heildarfjárhæð 42,57 milljarðar króna.