Frá og með deginum í dag þarf verð­tryggður sparnaðar ekki vera lengur bundinn í þrjú ár, eftir breytingu á reglum Seðla­banka Ís­lands.

Ís­lands­banki til­kynnti í dag að þeir muni bjóða upp á verð­tryggðan sparnað sem er laus með 90 daga fyrir­vara. Til við­bótar við verð­tryggingu ber reikningurinn 0,1% vexti.

Bankinn fylgir þannig fordæmi Arion banka sem tilkynnti um verð­tryggðu sparnaðar­leið sína, með 90 daga bindi­tíma og 0,1 vexti, í byrjun maí.

Lands­bankinn opnaði á sama tíma einnig verð­tryggða Lands­bók en bindi­tími hennar er 11 mánuðir í stað 90 daga. Lands­bankinn greiðir út af reikningi 31 degi eftir að við­skipta­vinur pantar út­tekt. Að 11 mánaða bindi­tíma loknum er inni­stæða alltaf laus til út­borgunar með 31 dags fyrir­vara.

Til við­bótar við verð­trygginguna ber reikningurinn 0,55% vexti hjá Lands­bankanum.