Jón Björn Skúlason framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku ehf. verður í viðtali í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu í dag. Strætisvagnaverkefni Íslenskrar NýOrku er lokið en félagið er nú að huga að nýjum verkefnum og upplýsir Jón Björn allt um það á eftir. Einnig verður rætt við Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri Modernus, semm framkvæmir vefmælingar á Íslandi um breytta nethegðun og kapphlaup stóru vefjanna.

Í seinni hluta þáttarins verður rætt við Ingólf Bender, forstöðumann Greiningar Íslandsbanka, um vaxtaákvörðun Seðlabankans. Greining Íslandsbanka sá ýmislegt athugavert við hana eins og kemur fram í Morgunkorni þeirra í morgun.