„Ég hef aldrei verið þessi týpa sem hamstrar nokkrar krukkur af sama kreminu í útlöndum eða í fríhöfninni enda aldrei átt mér neitt uppáhaldskrem. En eftir að ég komst í kynni við hið ljúfa andlitskrem, Blue Lagoon rich nourishing cream, ekki alls fyrir löngu breyttist það hinsvegar, enda fylgir því einhver dásamleg dekurtilfinning," segir Kolbrún Pálína Helgadóttir, fjölmiðlakona, um hvaða krem hún notar helst.

„Kremið er ríkt og hentar blandaðri húð en það inniheldur meðal annars þörunga sem hjálpa til við að örva náttúrulega nýmyndun kollagens og viðhalda kollagenbúskap húðarinnar. Aðal kostir kremsins eru þó án efa þeir að það inniheldur eingöngu náttúrleg efni úr jurtaríkinu , það er án parabena og síðast en ekki síst íslenskt, en það gleður mig alltaf að styrkja íslenskt," segir Kolbrún Pálína.

Nánar er fjallað um krem og spjallað við fleiri konur um uppáhaldskremin í Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins, sem kom út í fyrsta skipti á dögunum. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook.