Breska konungsfjölskyldan heldur fast í sínar jólahefðir og eyðir jólunum alltaf í Norfolk, nánar tiltekið á landareign sinni í þorpinu Sandringham. Þangað þyrpist konungsfólkið á að- fangadag í ákveðinni röð, fyrst þeir lægra settu og síðast þeir hæst settu, utan Elísabetar drottningar sem er mætt á undan öllum. Hún og drottningarmaðurinn Filippus eru svo reyndar lengst af öllum í Sandringham, enda dvelja þau þar alveg fram í febrúar. Það sem meira er, húsið er í jólabúningi þangað til þau fara. Jólatrén eru meira að segja meðhöndluð með ýmsum efnum svo þau geti staðið áfram eftir jólin.

Allt sem viðkemur jólunum hjá kóngafólkinu er tímasett og ákveðið nákvæmlega fyrirfram og þessari áætlun verður að fylgja. Stundaskrá er haldin yfir það hvenær hvaða máltíð er borðuð og hvenær aðrir viðburðir eiga að vera.

Þegar allir hafa komið sér fyrir í Sandringham á aðfangadag hittist fjölskyldan í te og skonsur. Þá er lokið við að skreyta jólatré, en það er víst eitt slíkt í hverju herbergi, og allir fá sína stundaskrá fyrir hátíðarnar. Kóngafólkið er eins og Íslendingar að því leyti að það skiptist á jólagjöfunum á aðfangadag. Það hins vegar tíðkast í þessari fjölskyldu að gefa mjög ódýrar gríngjafir, enda erfitt að gefa kóngafólki sem allt á.

Nánar er fjallað um málið í Eftir vinnu sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .