Flugstoðir vill koma á framfæri til Viðskiptablaðsins að kæra Flugfélags Vestmannaeyja gegn Flugstoðum vegna meintrar vanrækslu á útboðsskyldu Flugstoða ohf., var vísað frá.

Var það gert samkvæmt úrskurði kærunefndar útboðsmála þann 10.október 2008.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flugstoðum.

Í úrskurðarorðum segir orðrétt:

„Kröfu kæranda, Flugfélags Vestmannaeyja ehf., um að ákvörðun kærða, Flugstoða ohf., um að samningsgerð við Mýflug hf. verði felld út gildi og að lagt verði fyrir hinn kærða að bjóða verkið út í samræmi við ákvæði laga um opinber innkaup, er vísað frá.“

Þann 9. október síðastliðinn fjallaði Viðskiptablaðið um málið, sjá hér .