Erlend fjárfesting jókst á Írlandi þegar fyrirtækjaskattur var fyrst lækkaður árið 1956 og gengið hefur farsællega síðan. Þetta sagði Frank Barry, prófessor í alþjóðaviðskiptum við Trinity háskólann í Dublin, á fundi Samtaka atvinnulífsins í morgun þar sem fjallað var um erlenda fjárfestingu.