*

miðvikudagur, 19. febrúar 2020
Innlent 19. júní 2018 13:51

Landsbankinn lokar einnig fyrr

Landsbankinn ætlar rétt eins og Íslandsbanki að loka útibúum sínum fyrr á föstudaginn vegna leiks Íslands gegn Nígeríu.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Útibúum Landsbankans og Þjónustuveri verður lokað kl. 14:00 á föstudag vegna leiks Íslands gegn Nígeríu á HM í Rússlandi.  Netbankinn og Landsbankaappið eru að sjálfsögðu opin allan sólarhringinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbankanum.

Landsbankinn fetar þar með í fótspor Íslandsbanka, en eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag þá ætlar Íslandsbanki einnig að loka fyrr vegna leiks Íslands gegn Nígeríu.

Stikkorð: Landsbankinn Íslandsbanki HM