Landsbréf hafa nú tekið við rekstri og stýringu á eignum Horn Fjárfestingarfélags en Fjármálaeftirlitið veitti félaginu heimild til eignastýringar 11. september síðastliðinn. Bæði félögin eru í eigu Landsbankans.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbréfum að þetta sé í fullu samræmi við þær áætlanir sem kynntar voru af hálfu Landsbankans í maí þar sem því var lýst yfir að eignasafn Horns yrði fært til Landsbréfa og markmiðið að koma á fót öflugu rekstrarfélagi á sviði eigna- og sjóðastýringar.

Allir starfsmenn Horns fylgja með yfir til Landsbréfa. Hjá fyrirtækinu vinna nú 15 manns við stýringu eigna.

Helstu eignir Horns eru 1,9% hlutur í Intrum Justitia, 3,95% hlutur í Eimskipi, 12,5% hlutur í Eyri Invest, hlutur í Stoðum, helmingshlutur í Promens og 6,54% hlutur í Oslo BOrs VPS Group.