Auglýst hefur verið eftir nýjum framkvæmdastjóra Icelandic Startups. Salóme Guðmundsdóttir er að láta af störfum eftir sjö ára starf hjá fyrirtækinu. Salóme sagði nýlega í færslu á Linkedin að hún hafi ákveðið að kveðja fyrirtækið eftir farsælan tíma. Hún myndi áfram sinna afmörkuðum verkefnum þar til nýr framkvæmdastjóri tæki við.

„Árin hjá Icelandic Startups hafa verið lærdómsrík og gefandi. Uppfull af skemmtilegum samverustundum og ævintýrum sem náð hafa heimshornanna á milli. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast öllum þeim hæfileikaríku frumkvöðlum sem komið hafa inn á radar Icelandic Startups í gegnum árin og því öfluga fólki sem lagt hefur hönd á plóg við að efla nýsköpunarumhverfið á Íslandi.Það er enn óráðið hvað framtíðin ber í skauti sér, en með hjartað fullt af þakklæti kveð ég afar sátt mitt frábæra samstarfsfólk og spennt fyrir komandi tímum,“ sagði Salóme.

Í auglýsingunni segir að leitað sé að einstaklingi með háskólamenntun sem nýttist í starfi og brennandi áhuga á nýsköpun, tækni og frumkvöðlastarfi.

Icelandic Startups sérhæfir sig í að setja upp viðskiptahraðla, vinnusmiðjur og keppnir fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Arion banki var framan af helsti bakhjar fyrirtækisins en Nova tók við því hlutverki á síðasta ári og stóðu þau í sameiningu að viðskiptahraðlinum Startup Supernova á síðast ári.